Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt ósk eiganda hússins að Skipholt 1 um að innrétta þar 36 íbúðir. Fyrir liggur leyfi til að innrétta hótel í húsinu, en nú hefur verið fallið frá þeim áformum.
Myndlista- og handíðaskólinn var hér áður fyrr til húsa í Skipholti 1 og síðar Listaháskóli Íslands sem og Kvikmyndaskóli Íslands.
Skipholt 1 samanstendur af tveimur húsum sem eru samtals 2.938,2 fermetrar að stærð.
Svona lítur húsið Skipholt 1 út í dag, en engin starfsemi hefur verið í húsinu að í þó nokkurn tíma.
Í dag er það félagið Skipholt 1 ehf. sem er eigandi hússins, en eigandi þess er Kjartan
Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en er í dag titlaður sem
fjárfestir.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa í lok júní var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta húsinu á þann veg að innréttaðar verða 36 íbúðir í stað hótels sem var áætlað. Umsögn skipulagsfulltrúa frá miðjum júlí 2021 samþykkt.
Kjartan, sem er þekktur fyrir glæsilegt málverkasafn sitt, er því að eignast þrjátíu og sex íbúðir í húsi sem hann átti fyrir og greinilegt að nóg er að gera hjá kappanum þótt hann sé hættur öllu pólitísku argaþrasi.