Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ein af hverjum tíu konum á breytingaskeiði dettur út af vinnumarkaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein af hverjum tíu konum dettur út af vinnumarkaði vegna einkenna breytingaskeiðs. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn og segir læknir mikilvægt að skoða málið betur.
Á árunum 1998 til 2002 tók önnur hver kona tíðahvarfahormón vegna breytingaskeiðsins. Eftir að rannsókn sýndi fram á tengingu hórmónanna og brjóstakrabbameins lækkaði hlutfallið töluvert. Nú sýna rannsóknir hins vegar gagnsemi nýrra hormónameðferða.

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður rannsókna- og skráningarseturs við Krabbameinsfélag Íslands, segist halda að jafnvægið sé betra núna þar sem læknar viti um áhættuna. Um leið sé það vitað að konur þurfa hormón um tíma.

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir segir að gallar hafi komið fram í rannsóknum er þær hafi verið endurskoðaðar. Þá á Hanna Lilja við rannsóknirnar þar sem tengsl voru á brjóstakrabbameini og hormónum. Telur hún að fáar konur noti hormón á Íslandi.

Hanna segir breytingaskeið geta hafist löngu áður en tíðahvörf verða, eða allt að tíu árum áður. Einkennin sem koma fram geta verið jafnmörg og þau eru mismunandi.
„Allt frá alvarlegum kvíða og þunglyndi, leggangaþurrkur, einkenni þvagfærasýkingar, húðþurrkur, kláði, eyrnarsuð, hjartsláttartruflanir, meltingartruflanir,“ sagði Hanna í viðtali við Vísi.

Frétti Vísis má lesa í heild hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -