Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að langtímaspár bendi til þess að það muni hlýna um mánaðamótin; að fátt bendi til annars en að sumarið á Íslandi verði gott. Og það er gott.
„Við sjáum að um mánaðamótin að hér er að byggjast upp háþrýstisvæði í staðinn fyrir förulægðir er einkennt hafa veðráttuna síðustu tvær vikurnar; þetta háþrýstisvæði verður einkennandi hér á Norður-Atlantshafi,“ sagði Einar á Rás 2 í morgun.
Einar hefur rýnt í langtímaspár; segir þær benda til þess að sólin og sumarið láti sjá sig fljótlega.
„Það verða hægari vindar og sólin ætti að fara að láta sjá sig sunnan- og vestanlands; það hefur verið lítið um sólskin hér – allt annað verið upp á teningnum bæði fyrir norðan og austan. Um miðjan mánuðinn rýndi ég í langtímaspá fyrir sumarið; þar kom fram ekkert sem hefur breytt þeirri forsendu að fyrri hluti sumarsins gæti orðið hagfelldur með þessum háa þrýstingi og almennt hita yfir meðallagi.“