Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Einar Darri á daginn í dag: „Ég vil alltaf gleðjast yfir þessum degi og fagna minningunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Elsku Einar Darri Óskarsson,engillinn minn á daginn í dag -hundrað, tvöhundruð (10.02.00.) eins og þú sagðir alltaf „flottasta kennitala í heimi“

„Í dag fyllist hjarta mitt af öllum mögulegu tilfinningum og ekki bara þær sem ég flokka sem erfiðar, því ég fæ líka hlýju, gleði og þakklæti í hjartað að hafa fengið að hafa þennan yndis dreng hjá mér í 18 ár og ég vil alltaf gleðjast yfir þessum degi og fagna minningunum sem ég , við fjölskyldan og vinir eigum með honum.Minningar lifa að eilífu“ Skrifaði Bára Tómasdóttir, móðir Einars Darra Óskarssonar á Facebook síðu sinni. Hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi fyrir birtingu.

Einar Darri á daginn í dag. Það má segja að hann haldi áfram að hafa jákvæð áhrif á heiminn, þrátt fyrir að vera ekki lengur meðal okkar en fjölskylda hans hefur tileinkað sér málefni ungmenna í fíknivanda og staðið fyrir forvarnarstarfi, rannsóknum og fræðslu, svo eitthvað sé nefnt. Allt í hans nafni.

Einar Darri lét lífið þann 25 maí árið 2018 vegna lyfjaeitrunar, aðeins 18 ára gamall.. Eftir andlát Einars Darra stofnaði fjölskyldan minningarsjóð í hans nafni og stóðu svo fyrir átakinu „Ég á bara eitt líf“ sem hafði það markmið að sporna við og draga úr ofneyslu fíkniefna.

„Í ágúst 2019 var nafnið stytt í “Eitt líf” og ákveðið var að leggja megin áherslu á þróun og framkvæmd á fræðslu og forvarnaverkefni fyrir börn og ungmenni, foreldra og starfsfólk sem vinnur með börnum og ungmennum. Þetta tiltekna verkefni er ennþá í þróun og vinnslu. Fjármagn fyrir því verkefni fékkst í styrktarsöfnuninni “Vaknaðu” á vegum Á allra vörum.“ Stendur á vefsíðu verkefnisins.

Systir Einars Darra, Andrea Ýr, stóð fyrir mastersrannsókn í nafni litla bróður: „Málefni rannsóknarinnar er misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum meðal ungra íslenskra karlmanna, sem eins og gefur að skilja er henni og okkur allri fjölskyldunni mjög hugleikið málefni. Fyrir þremur dögum var birt vísindagrein í erlendu tímariti sem byggist á masters rannsókninni“

- Auglýsing -

„Meðhöfundar vísindagreinarinnar eru einnig magnaðir einstaklingar, Árni Johnsen  og Kjartan Þórsson  læknar og frumkvöðlar sem bjuggu til snilldar Niðurtröppunarskema fyrir verkjalyf. Einnig Sigrún Sigurðar  dósent við Háskólann á Akureyri og ein af þeim sem kom að stofnun frábærs lágþröskulda úrræðis fyrir ungt fólk“

Bára skrifar um alvarlega stöðu en mikil aukning hefur verið í misnotkun ópíóða og fjallaði Kompás um nýjan faraldur. „Við í Minningarsjóðnum hans Einars Darra höldum einnig áfram að reyna að láta gott af okkur leiða og erum við stolt af verkefnum okkar, til dæmis úrræðaleitarvélinni, samstarfi við Samfés, námsefnagerð og fleiri verkefnum sem eru í vinnslu.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -