Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Einar Hermannsson og listi hans kjörinn á aðalfundi SÁÁ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein­ar Her­manns­son og listi hans báru sigur í býtum á aðalfundi SÁÁ sem hófst kl. 17 í dag. Einar og Þór­ar­inn Tyrf­ings­son sóttust báðir eftir sæti for­manns.

Aðalfundur SÁÁ hófst klukkan 17 í dag á Hilton Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut.

Dagskrá fundarins er samkvæmt fundarboði:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar samtakanna lagðir fram
3. Lagabreytingar
4. Kosning í stjórn
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Önnur mál

Ljósmyndara Mannlífs var vísað frá fundi. Sama var með ljósmyndara DV, eins og greint var frá í frétt miðilsins, en hann fékk þau svör að það væri vegna samkomubanns.

Mynd / Hákon Davíð

Samkvæmt heimildamanni Mannlífs eru um 500 manns á fundinum. Samkvæmt samkomubann mega viðburðir, líkt og aðalfundurinn nú, ekki fara yfir 500 manns.

Samkvæmt heimildarmanni Mannlíf tók meira en klukkutíma að ákveða hver ætti að vera fundarstjóri. Kosið var á milli Harðar Oddfríðarsonar, sem fékk 55% og Jóns Magnússonar, sem fékk 42,86%. Önnur atkvæði voru auð.

- Auglýsing -

Aðalstjórn SÁÁ er skipuð 48 manns, en á hverjum aðalfundi eru kosnir 16 þeirra. Aðalstjórn kýs sér formann samkvæmt 7. grein laga SÁÁ eins og henni var breytt á aðalfundi 1. júní 2017.

Aðalstjórn samtakanna skipa 48 menn. Kjörtími stjórnarmanna er þrjú ár og skulu 16 kjörnir á hverjum aðalfundi auk 7 varamanna til eins árs. Endurkosning stjórnarmanna er heimil. Kjörgengir eru, auk einstaklinga sem aðild eiga að samtökunum, fyrirsvarsmenn félaga sem aðild eiga. Séu slíkir menn kjörnir í stjórnina sitja þeir út kjörtíma sinn þó þeir hætti sem fyrirsvarsmenn þess félags sem aðildina á að samtökunum. 

Allir þeir sem buðu sig fram í stjórn Einars Hermannssonar náðu kjöri sem stjórnarmeðlimir SÁÁ. Varamenn á lista Einars náðu einnig kjöri.

- Auglýsing -

Samkvæmt 7. gr. er Einar því enn ekki formaður, og leiðréttist það hér með, en líklegt verður að telja að hann njóti fylgis í það starf.

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, kem­ur inn sem aðalmaður í stjórn í stað Lindu Pét­urs­dótt­ur, til eins árs.

Framboð Einars og Þórarins dreifðu listum á fundinum, þar sem fram komu nöfn þeirra sem bjóða sig fram í stjórn og varastjórn SÁÁ.

Listi framboðs Einars

Í stjórn eru kjörin: Anna Hildur Guðmundsdóttir, Berglind Þöll Heimisdóttir, Frosti Logason, Gróa Ásgeirsdóttir, Haukur Einarsson, Hekla Jósepsdóttir, Héðinn Eyjólfsson, Hilmar Kristensson, Hörður Svavarsson, Ingibergur Ragnarsson, Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir, Sigurður Ragnar Guðmundsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Þráinn Farestveit.

Í varastjórn eru Ásmundur Friðriksson, Grétar Örvarsson, Hörður J. Oddfríðarson, Ingunn HansdóttirÓskar Torgi Viggósson, Ragnar Þór Reynisson og Rúnar Freyr Gíslason.

Listi framboðs Þórarins

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -