Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Einar Kárason krafinn upplýsinga um gögn að baki bók um Jón Ásgeir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér finnst að Einar Kárason þurfi að upplýsa okkur um hvaðan hann fékk rannsóknargögnin sem hann vitnar í,“ skrifar Þórbergur Torfason, frá Hala í Suðursveit, um væntanlega bók Einars Kárasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamann.

Þórbergur krefur Einar Kárason á Facebook upplýsinga um það hvaðan gögn sem byggt er á í bókinni séu fengin. Miklar umræður hafa skapast um bókina sem valdir fjölmiðlar hafa fengið að sjá. Blaðamaður Mannlífs spurði skáldið hvort hann væri á launum hjá athafnamanninum Einar brást ókvæða við spurningunni og taldi að engum kæmu persónuleg fjármál sín við. Þá fullyrti hann og vitnaði til framkvæmdastjóra Forlagsins að enginn hefði staðfest við Mannlíf að Jón Ásgeir kæmi að fjármögnun.

Kynningarstjóri Forlagsins staðfesti aftur á móti við Mannlíf að Jón Ásgeir legði peninga í verkefnið sem hefði farið leynt og verið á forræði æðstu manna Forlagsins. Afrit hefur verið birt af símtali á síðu Mannlífsþar sem þetta kemur skýrt fram:

Blaðamaður: Bara ein spurning, af því það geta alltaf einhverjir þarna úti velt því fyrir sér hvort Jón Ásgeir hafi mögulega eitthvað komið að kostun bókarinnar.

Kynningarstjóri: Oh, já já, hann gerði það. 

„en ég er ófeiminn að segja Jón Ásgeir þann lygnasta“.

Þórbergur á Hala hefur miklar efasemdir við bókina þar sem Jón Ásgeir ráði för.

- Auglýsing -

„Það er augljóslega ekki hægt að trúa stöku orði af því sem fram kemur í þessari bók ef hann er mataður á fullyrðingum frá Jóni Ásgeiri sjálfum sem löngum hefur haft ágætis lag á að smeygja sér undan ábyrgð með hjálp snjallra lögfræðinga. Nokkuð sem má ekki gerast aftur,“ skrifar Þórbergur.

Einar Kárason blandar sér þá í umræðuna: „Hvað með að lesa bókina? og Þórbergur svarar um hæl.

„Til hvers ef ég trúi engu? Ėg vil ekki segja þig trúgjarnastan núlifandi en ég er ófeiminn að segja Jón Ásgeir þann lygnasta“.

- Auglýsing -

Fjörugar umræður sköpuðust í framhaldinu. Allar eru þær á eina lund og menn telja að bókin sé til friðþægingar fyrir Jón Ásgeir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -