Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Einar orðlaus þegar hann sá dagblöðin – Er íslenska að deyja út?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einari K. Guðfinnssyni, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis, brá heldur betur í brún þegar hann opnaði blöðin í morgun. Hann er verulega sár fyrir hönd íslenskunnar að ekki sér hægt að gera betur.

Tilefni skrifa Einars á Facebook eru flennistórar auglýsingar dagblaðanna um afsláttardaginn „Black Friday“. Þingmaðurinn fyrrverandi furðar sig á því hvers vegna ekki hafi verið hægt að gefa deginum heiti á íslensku. „Ég vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég barði augum forsíður dagblaðanna núna áðan. Sama fyrirsögn í báðum blöðunum og báðar á ensku; ellefu dögum eftir árlegan Dag íslenskrar tungu. Mér létti þó ósegjanlega þegar ég áttaði mig á því að þetta voru auglýsingar vegna verslunarhátíðar sem nýlega hefur hafið innreið sína hér á landi; illu heilli þó undir enskum formerkjum.- En ég vitna í sjálfan Jónas: Allt er í heiminum hverfult og hvar er þín fornaldar frægð?,“ ritar Einar.

Fjölmargir taka undir orð Einars og segja flestir það óskiljanlegt því auðveldlega megi íslenska heiti afsláttardagsins. Anna Pétursdóttir er ein þeirra. „Það mætti nú gjarnan nefna þennan ameríska söludag „svartan föstudag“. Við íslendingar gætum þá sagt, „ja nú er það svart „. Ísenskan á alltaf svar,“ segir Anna. 

Martha Örnólfsdóttir gagnrýnir einnig enskunotkun í auglýsingum. „Það mætti auðveldlega íslenska þetta… og ég vil að það verði sett í lög að skillti og merkingar á Íslandi séu á íslensku en svo sé heimilt að hafa önnur tungumál fyrir neðan íslenska textann með smærra letri,“ segir Martha. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -