Miðvikudagur 1. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Einar Þór: „Samkynhneigðir voru kynferðislegir flóttamenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Einar Þór Jónsson, fyrrverandi formaður Geðhjálpar og framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir að samkynhneigðir karlmenn hafi verið kynferðislegir flóttamenn á 9. áratugnum hér á landi. Annað hvort voru þeir tilneyddir til að vera áfram inni í skápnum, flýja land eða taka eigið líf.
Einar Þór var í viðtali við Sigmar Guðmundsson í þættinum Okkar á milli og lýsti þar meðal annars því hvernig var að vera ungur samkynhneigður maður á Íslandi. Þeim hafi í flestum tilfellum ekki verið vært hér á landi. „Annað hvort varstu hér inni í skáp í mikilli vanlíðan og lifir þetta ekki af, varst í hættu á að verða alkóholisti eða einhverju furðufríki eða tókst líf þitt. Þannig er saga hinsegin fólks. Hin leiðin var að flýja land og vera þannig kynferðislegir flóttamenn,“ segir Einar Þór.
Einar Þór hefur verið talsmaður Geðhjálpar og leiddi hanna baráttu samkynhneigðra hérlendis við alnæmi, bæði baráttuna við hinn banvæna vírus og lífshættulega fordómana. Fyrir baráttu sína hefur hann vakið þjóðarathygli. Áhrifamikla og átakanlega baráttusögu Einars Þór má finna í jólabókaflóðinu en bókina, sem ber titilinn Berskjaldaður, skrifar fjölmiðlakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir.
Einar Þór þekkir vel það hlutskipti að tilheyra jaðarhópi en hann smitaðist sjálfur af HIV-veirunni og hefur misst marga vini af völdum þessa skæða sjúkdóms. „Það er skrýtið hvernig lífið fer. Stundum fer það eins og það á að fara. Árið 1986 var ég greindur. Þáverandi kærasti minn dó síðar úr alnæmi. Þarna hrundi lífið mitt. Það voru engin lyf til. Næsta áratuginn lifði ég smitaður og í ákveðinni vonlítilli biðstöðu. Ég var dauðvona öryrki, sá ekki út úr neinu. Var óvinnufær. Ég fann ekki tilgang,“ rifjaði Einar Þór upp í samtali við Vísi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -