Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Einelti, baktal og agaleysi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi liðsmaður Slökkviliðs Fjarðabyggðar segir einelti og baktal grassera á vinnustaðnum og þrátt fyrir margar kvartanir sé ekkert gert í málinu.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

„Það ríkir mikið agaleysi innan slökkviliðsins, baktal er gríðarlegt og það er illa og allt of oft of seint tekið á málum sem upp koma,“ segir Gísli Þór Briem, fyrrverandi liðsmaður Slökkviliðs Fjarðabyggðar í framhaldi af umfjöllun Mannlífs um kvörtun vegna eineltis innan slökkviliðsins. Hann er ekki einn um þá fullyrðingu, það virðist vera áhyggjuefni margra íbúa sveitarfélagsins að starfsmannamál slökkviliðsins séu í ólestri og Andrea Björk Sigurvinsdóttir, fyrrverandi liðsmaður Slökkviliðs Fjarðabyggðar, er langt því frá sú eina sem lagt hefur fram kvörtun til vinnueftirlitsins vegna slíkra mála.

Viðtal Mannlífs við Andreu Björk í síðasta tölublaði hefur vakið mikil viðbrögð. Margir hafa haft samband við ritstjórnina og þakkað fyrir umfjöllunina, staðan innan slökkviliðsins hafi lengi verið íbúum Fjarðabyggðar áhyggjuefni. Fyrrverandi liðsmaður slökkviliðsins segir einelti og baktal grassera á vinnustaðnum og þrátt fyrir margar kvartanir sé ekkert gert í málinu.

Sjá einnig: Flúði slökkviliðið vegna áreitis: „Ég óskaði eftir sálgæslu eftir mjög erfitt útkall og það þótti afskaplega fyndið og mikill aumingjaskapur“

„Ég var samtíða Andreu Björk í slökkviliðinu í nokkrar vikur, hún tók við starfinu mínu þegar ég hætti sumarið 2017, en saga hennar kom mér ekkert á óvart,“ segir Gísli Þór Briem, fyrrverandi liðsmaður Slökkviliðs Fjarðabyggðar, í samtali við Mannlíf. „Það ríkir mikið agaleysi innan slökkviliðsins, baktal er gríðarlegt og það er illa og allt of oft of seint tekið á málum sem upp koma, þau eru látin grassera afskiptalaust og valda að lokum miklum særindum fyrir þá sem í þeim lenda. Slökkviliðsstjóri hefur sagt að hann vilji að málin leysist af sjálfsdáðum. Fleiri en Andrea hafa hrakist úr vinnunni hjá slökkviliðinu vegna eineltis en það virðist ekki breyta neinu.“

Fjallað er ítarlega um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -