Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Einelti látið viðgangast árum saman innan Strætó: „Það voru margir sem lentu í þessum manni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er bara hálf sagan sögð,“ sagði Sigurbrandur Jakobsson fyrrum starfsmaður Strætó í viðtali við Mannlíf í dag.

Mannlíf birti í vikunni frétt um vinnustaðagreiningu sem gerð var innan Strætó. Þar kom í ljós mikil óánægja meðal starfsmanna en sögðust 22 af 162 hafa orðið fyrir einelti innan vinnustaðar síðustu 12 mánuði.

Sigurbrandur starfaði sem flotafulltrúi ásamt níu öðrum og segir að mikil krísa hafi komið upp innan hópsins en gerandinn var einnig flotafulltrúi.

„Þetta var búið að stigmagnast í 3 ár,“ sagði Sigurbrandur aðspurður hversu lengi eineltið hafa átt sér stað áður en vinnustaðagreiningin hafi verið gerð.

Sigurbrandur sagði að margoft hafi verið rætt við sviðsstjóra og deildarstjóra og þeim bent á háttsemi gerandans. Aldrei hafi svör verið gefin.
Það var ekki fyrr en einn starfsmaður, sem gegndi stöðu flotafulltrúa brotnar niður og fer í kjölfarið í þriggja mánaða veikindaleyfi að gerandinn er sendur í launað leyfi frá störfum.

Mætti samt á vinnustað

- Auglýsing -

Sigurbrandur sagði að þrátt fyrir að gerandinn hafi verið sendur í leyfi hafi hann samt sem áður mætt á vinnustaðinn, ítrekað. Hann hafi einnig haft aðgang að „skýinu“ en þar eru ýmsar upplýsingar um verkferla og skipulag fyrirtækisins.

Þar sem tveir af átta flotafulltrúum voru fjarverandi jókst álagið gríðarlega á þá sem eftir voru og létu starfsmenn vita af því og kröfðust úrræða.
Segir Sigurbrandur að um þetta leyti hafi Sálfræðistofan Líf og sál verið fengin til þess að gera ýtarlegri könnun um starfsanda innan Strætó.

„Þá kemur tölvupóstur frá sviðsstjóra sem segir að vegna álags þá verði að kalla þennan mann inn úr launuðu fríi, til þess að taka álagið af hinum starfsmönnunum,“ segir Sigurbrandur.

- Auglýsing -

Stuttu síðar mætir gerandi aftur til starfa og þegar langt er liðið á daginn kallar mannauðsstjóri til fundar með yfirmönnum.

„Þeim er skipað að gera þetta ekki, því þá er búið að kalla til Líf og sál,“

Að fá niðurstöður úr könnun sem Líf og sál gerði tók um einn og hálfan mánuð og var útkoman ekki góð.

„Það voru 15 manns kallaðir til og niðurstaðan var sú að þarna var svæsið einelti,“ sagði Sigurbrandur og bætir við:

„Það voru margir sem lentu í þessum manni, ekki bara við heldur vagnstjórar líka.“

Aðspurður hvort gerandi hafi haft góð tengsl við yfirmenn segir Sigurbrandur svo hafa verið.
„Þeir voru saman í golfklúbbi. Sérstaklega deildarstjórinn og þessi maður sem höfðu mikil tengsl“

„Þeir fóru saman út til Flórída til dæmis, að spila golf.“

Sigurbrandur segir starfsmenn hafa velt því fyrir sér hvort vinátta þeirra væri mögulega ástæða þess að gerandinn hafi haft þessi „völd“. Hvort vináttan væri að trufla starfsemina.
„Þá var alltaf sagt í hvert einasta skipti að það væri engin vinátta þarna,“

Sigurbrandur talar um að bæði hann og aðrir starfsmenn hafi upplifað mikið áreiti og álag vegna ástandsins. Líðanin hafi ekki verið góð.
„Maður upplifði það þannig að þetta væri manni sjálfum að kenna, að maður væri ekki nógu góður starfskraftur,“

Eineltið var margskonar en talaði gerandi ítrekað niður til samstarfsmanna, uppnefndi þá og baktalaði.

Sigurbrandur lýsir því meðal annars hvernig gerandi talaði um starfsmann sem hafði 25-30 ára reynslu sem starfsmaður Strætó.

„Þessi maður hann talaði bara um hann eins og hann væri algjör fáviti, þetta var bara ógeðslegt að þurfa að hlusta á svona,“
Og furðar sig á því hvers vegna það hafi aldrei verið svarað fyrir það hvers vegna þetta fór á þennan hátt.

„Ég er ekkert í neinum hefndarhug, en ég vil að þetta komi fram og þeir hafa aldrei svarað hvernig í ósköpunum þetta fór svona,“

Sigurbrandur sagði starfi sínu hjá Strætó lausu og segist ekki hafa áttað sig á hversu mikil áhrif þetta hafði á hann fyrr en aðeins síðar.

„Þetta var erfitt tímabil og hafði mikil áhrif, kannski meira en maður gerði sér grein fyrir þá.“

Gerandinn var leystur frá störfum í ágúst.

„Hvernig í ósköpunum var hægt að vera svona við mann,“ segir Sigurbrandur undir lok viðtals og bætir við að það hafi verið stór hópur sem hafi þurft að þola framkomuna. Hann hafi aldrei fengið nein svör.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -