Í dag samþykkti Alþingi að greiða öryrkjum- og endurhæfingarlífeyrisþegum 60 þúsund krónur núna í desember; á eingreiðslan ekki að leiða til skerðingar á öðrum greiðslum.
Upphaflega áttu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar að fá sem nemur 28 þúsund krónum í eingreiðslu í desember; samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga.
Árið 2021 voru greiddar út 53 þúsund krónur.
Stjórnarandstöðu þingmenn gagnrýndu þetta mikið og formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, lagði fram breytingartillögu þess efnis að upphæðin yrði hækkuð upp í 60 þúsund krónur.
Þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar Alþingis, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sagði í umræðum um málið nýverið að stjórnarmeirihlutinn yrði að gera betur.
Meirihluti fjárlaganefndarinnar lagði síðan til að upphæðin yrði hækkuð upp í 60 þúsund krónur.
Var eingreiðslan samþykkt með 58 atkvæðum; fimm þingmenn voru fjarverandi í atkvæðagreiðslunni í dag.