Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Einhleypt fólk opnar sig um slæmt kynlíf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein stærsta stefnumótasíða á netinu í heiminum, Match.com, gaf nýverið út sína árlegu rannsókn á einhleypum í Bandaríkjunum. Í rannsókninni voru spurningar settar fyrir fimm þúsund einhleypa einstaklinga, átján ára og eldri. Var einhleypa fólkið til dæmis spurt út í kynlíf og hvað gæti orðið til þess að samfarir væru slæmar.

82% þeirra sem svöruðu sögðu að of mikið mas í kynlífi væri mjög slæmt, 74% sögðu enga ástríðu gera samfarir slæmar og 63% sögðu litla hreyfingu í bólförum vera afar vont. Þá sögðu 62% að kynlíf væri ekki ánægjulegt ef hinn aðilinn í rúminu væri slæmur að kyssa.

Þegar kom að því að kanna hvað það væri sem gerði kynlíf gott voru 83% sammála um að umhyggjusamur og áhugasamur bólfélagi væri líklegur til vinsælda. Þá sögðu 78% samskipti skipta mestu máli og 76% að kynlífið væri gott ef bólfélaginn væri góður í að kyssa.

Þessir þrír þættir þóttu meira að segja mikilvægari en að fá fullnægingu. Það verður þó að taka það fram að þeir sem svöruðu í rannsókninni sögðu það nánast gulltryggt að báðir aðilar fengju fullnægingu ef samskipti væru góð og ef bólfélaginn væri áhugasamur og góður í kossafimi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -