Einkaaðilar hafa fengið 240 milljónir greiddar á tíu vikum fyrir þjónustu sína vegna hraðprófa í tengslum við kórónuveiruna. Sáu einkaaðilar um hraðpófin allt til 1. desember.
Svandís Svavarsdóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra setti þá reglugerð að Sjúkratryggingar skyldu greiða fyrir hraðpróf einkaaðila frá 20. september. En var markmiðið að auka aðgengi almennings að hraðprófunum.
Er þetta meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
Einkaaðilum hafa nú þegar verið greiddar 240 milljónirnar.
Þá kemur fram í svari frá Óskari Reykdalsyni forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að kostnaður stofnunarinnar sé í heildina um 460 milljónir. Þá átti Óskar við sýnatökur bæði á flugvelli og Suðurlandsbraut, fyrstu tíu mánuði ársins.