Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Einkaviðtal: Þegar Halldór teiknari hætti á Mogganum: Teiknaði Davíð með strokleður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Baldursson teiknari hætti að teikna í Morgunblaðið nokkru eftir að Davíð Oddsson tók við ritstjórn blaðsins. Hann lýsir aðdragandanum í viðtali við Mannlíf.

„Davíð tók við; ætli það hafi ekki verið 2009. Það var auðvitað mikill styr í kringum það. Hann með sína forsögu auðvitað. Það fór ekkert vel í alla. Það var ekkert verið að ýta mér í burtu en það blasti hins vegar við að okkar pólitík á leiðarasíðunni rann ekkert rosalega vel saman. Ég var á þessum tíma mjög Evrópusinnaður og klassískt frjálslyndur svolítið; með einhverja sýn á lífið þannig. Hann er miklu íhaldssamari maður. Icesave var þarna og mismunandi skoðanir á hvað átti að gera í því máli. Eiginlega fór manni að líða illa við að teikna mynd og svo voru Staksteinar við hliðina á að segja eitthvað þveröfugt. Ég var mjög hress með að fara yfir á Fréttablaðið 2010,“ segir Halldór sem ákvað að hætta á blaðinu.

Hann var að skrifa með strokleðri.

Halldór teiknaði Davíð í Morgunblaðið eftir að Davíð settist þar í ritstjórastólinn. „Ég teiknaði Davíð; þetta er svolítið hart þegar ég hugsa um það eftir á. Textinn var Davíð endurskrifar söguna. Hann var að skrifa með strokleðri. Ég hélt samt vinnunni áfram. Í eitt og hálft ár allavega.“

Var þetta ekki bara kjarni málsins?

„Jú, við skrifum öll söguna. Við lifum öll í sitthvorri sögunni svolítið. Við erum með okkar sögu. Og við skrifum okkar sögu. Hún stangast á við eitthvað annað. Sumt eru auðvitað staðreyndir. En mikið snýst um að velta upp viðhorfum í samhengi við okkur sjálf. Og hann kom auðvitað með allt aðra sýn en ég.“

- Auglýsing -

Þetta er gamla sagan hálffullt / hálftómt. Sumir sjá það hálftómt. Aðrir hálffullt. Þannig að þú fórst ekkert ósáttur frá Davíð eða Mogganum?

„Nei, hann er náttúrlega svo dularfullur, karlinn. Ég hitti hann bara tvisvar þarna á þessum tíma.“

Það var ekki oftar.

- Auglýsing -

„Nei, og það var vinsamlegt.“

Podcastið með Halldóri er að finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -