Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Einkaviðtal við Þórdísi hjá Krabbameinsfélaginu: „Enn með kökkinn í hálsinum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélags Íslands, hefur ferðast um dimman dal eftir að upp komst um mistök hennar við frumugreiningar hjá félaginu. Hún gengst við því í samtali við Mannlíf að hafa gert mannleg mistök en sárnar mjög sá varnarleikur félagsins að benda á hana eina til saka. Stjórnendur Krabbameinsfélagsins sögðu frá mistökum hennar í yfirlýsingu og virtust kenna henni einni um. Þórdís var ekki nafngreind en yfirlæknir Krabbaneinsfélagsins vísaði til starfsmannsins sem konu í sjónvarpsviðtali. 

Líkt og fram hefur komið hefur skjól­stæðingur Krabba­meins­fé­lagsins verið greindur með leg­háls­krabba­mein þrátt fyrir að hafa fengið nei­kvæða niður­stöðu árið 2018 í leg­háls­skimun hjá Leitar­stöð Krabba­meins­fé­lagsins. Leg­háls­sýnin voru einfaldlega ranglega greind og lögmaður þolandans hefur lýst því yfir að hann hafi á borði sínu önnur sambærileg mál.

Krabbameinsfélagið hefur beðist innilegrar afsökunar og skýrt á þann veg að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Mistök af hálfu eins starfsmanns sem hafi glímt við veikindi og sé nú hættur. Félagið hefur tekið til endurskoðunar þúsundir sýna sem viðkomandi starfsmaður hafði í höndunum til greiningar og af þeim hafa 45 konur verið kallaðar aftur inn til frekari skoðunar.

Þórdís er starfsmaðurinn sem Krabbameinsfélagið varpar skuldinni á. Aðspurð segir hún málið allt og þar á meðal málsvörn félagsins hafa fengið mjög mikið á sig. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt. Svo sárt að ég hef farið niður í dimman dal,“ segir Þórdís.

„Ég gerði mannleg mistök en það er líka hvernig var staðið að þessu. Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“

Uppfært: Yfirstjórn Krabbameinsfélags Íslands vill koma því á framfæri að félagið beri fulla ábyrgð á þessu máli.
„Krabbameinsfélagið og stjórn þess bera alla ábyrgð á málinu og afleiðingum þess,“ segir í yfirlýsingu sem Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarfulltrúi félagsins, sendi Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -