Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Morðið við Rauðagerði: Einn hinna handteknu á skammbyssu – Gaf sig sjálfur fram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórir voru handteknir til viðbótar í tengslum við hrottalegt morð sem framið var um helgina í Rauðagerði. Áður höfðu fjórir verið úrskurðaðir í varðhald vegna málsins. Einn hinna handteknu á skammbyssu. Lögreglan útilokar ekki að fleiri en einn hafi verið að verki er Armando var myrtur en einnig gæti verið um deilur á milli tveggja einstaklinga að ræða.

Aftakan var framin við Rauðagerði um miðnætti á laugardag. Ungur maður á fertugsaldri var tekinn af lífi á hrottalegan og kaldrifjaðan hátt. Hinn myrti var Íslendingur, Armando Beqiri, sem á ættir að rekja til Albaníu. Hann settist hér að annan jóladag árið 2014, lærði tungumálið, kynntist konu og giftist, eignaðist barn og átti von á öðru kríli í fangið örfáum mánuðum síðar, eiginmaður, faðir og fyrirtækjaeigandi í Gerðunum. Unnusta hans er nú gengin 24 vikur. Eiginkona Armando og lítið barn þeirra voru inni í húsinu þegar hann var myrtur.

Lögregla handtók erlendan karlmann síðar um nóttina en hann hafði komið til landsins fyrir rúmum þremur vikum. Sá sem var handtekinn fyrstur og var um tíma í frönsku útlendingahersveitinni mun samkvæmt heimildum Mannlífs, ekki hafa þekkt neitt til Armando. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Um sólarhring síðar voru þrír handteknir í sumarbústað skammt frá Selfossi. Voru þeir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald.

Talið er að Armando hafi verið myrtur með skammbyssu en hljóðdeyfir hafi verið skrúfaður á byssuna. Í gær handtók lögregla fjóra til viðbótar. Mannlíf hefur heimildir fyrir því að einn hinna handteknu eigi skammbyssu og mun hafa sýnt vopnið við hin ýmsu tækifæri. Þekkti hann Armando vel. Samkvæmt heimildum Mannlífs hafði lögregla lagt mikla áherslu á að hafa hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram í gærkvöldi og mætti niður á lögreglustöð.

Lögregla gerði húsleitir á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu og var ýmislegt haldlagt. Allt frá ökutækjum niður í smáhluti.

Margeir sagði í samtali við RÚV að rannsóknin væri umfangsmikil og nú væri skoðað hvort fleiri en einn ættu þátt í morðinu.

- Auglýsing -

„Við erum að skoða alla þætti, sama hvort það tengist einhverjum hópum sem eru í undirheimunum, eða hvort þetta sé eitthvað einstakt dæmi á milli einhverra örfárra aðila eða hvernig það er.“

Lögregla handtók eins og áður segir fjóra til viðbótar síðasta sólarhringinn og tekin hefur verið ákvörðun um að krefjast gæsluvarðhald yfir þremur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort farið verði fram á varðhald yfir fjórðu manneskjunni. Samkvæmt heimildum Mannlífs voru tveir hinna handteknu nýlega komnir til landsins en hin búsett á Íslandi. Margeir tjáði sig einnig við Fréttablaðið:

„Hvort þetta sé stakt tilvik tveggja einstaklinga í deilum eða hvað það er. En við erum að skoða alla þætti sem koma til greina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -