Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Bróðir Egils Helga er ríkasti Íslendingurinn sem þú hefur aldrei heyrt um – Ríkari en Arion banki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð Helgason er ríki Íslendingurinn sem fæstir hafa heyrt um áður. Hann hefur ekki verið sérstaklega áberandi á Íslandi þrátt fyrir að hann sé líklega næstríkastur allra núlifandi Íslendinga eins og sjá má af því að hann er kominn inn á lista Forbes um ríkasta fólk heims. Davíð er einn stofnenda fyrirtækisins Unity sem framleiðir hugbúnað fyrir tölvuleiki en hlutabréf í því félagi hafa hækkað gífurlega eftir að það var skráð í Kauphöll New York.

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að hvert bréf í félaginu væri nú virði 99 Bandaríkjadala. Davíð á um fjögurra prósenta hlut í félaginu. Miðað við núverandi gengi bréfa er hlutur hans virði um 144 milljarða króna. Viðskiptablaðið setur það í samhengi við virði félaga sem eru skráð í kauphöll Íslands og samkvæmt því er hlutur Davíðs verðmætari en öll félög nema Marel. Þannig er markaðsvirði Arion banka virði 128 milljarða miðað við 144 milljarða Davíðs. Líklega er Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir sá eini sem er ríkari en Davíð en í fyrra var auður hans metinn á 254 milljarða íslenskra króna

Þrátt fyrir að Davíð sé lítt þekktur á Íslandi þá þekkja flestir nánustu fjölskyldu hans. Samkvæmt nærmynd af honum í Fréttatímanum þá er hann sonur Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV í London, og Helga Guðmundssonar, prófessors í íslenskum fræðum, sem er jafnframt faðir Egils Helgasonar fjölmiðlamanns og Höllu Helgadóttir. Annar Bróðir Davíðs er svo Ingvar Helgason fatahönnuður.

Félag Davíðs, Unity, var stofnað í Kaupmannahöfn en þangað flutti hann með móður sinni þegar hann var 10 ára. Í viðtalinu við Fréttatímann lýsti Davíð aðdraganda þess svo: „Ég var flinkur forritari þegar ég var lítill, var farinn að forrita tíu ára gamall. Ég var ekki einn af þessum alldra bestu snillingum verð ég að viðurkenna, en ég var samt frekar klár enda var þetta mitt stærsta áhugamál. Planið mitt var alltaf að verða vísindamaður, eðlisfræðingur, og ég fór í eðlisfræði í háskóla en lauk henni ekki og flakkaði á milli greina, fór líka í sálfræði og lærði arabísku því ég hafði mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum og fiktaði í tölvunarfræði í stuttan tíma. Ég dróst hins vegar alltaf inn í tölvuheiminn aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -