Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Einn sóttvarnadólgur í miðborginni: Róleg nótt og margir úti á landi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Höfuðborgarbúar brugðu sumir undir sig betri fætinum í gærkvöld og fóru á skemmtistaði. Flestir reyndust vera löghlýðnir og samkomutakmarkanir voru virtar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði ástandið á sextán samkomustöðum í miðborginni í gærkvöld þar sem litið var til sóttvarna, fjölda gesta og opnunartíma. En þó var einn sóttvarnadólgur.

Reynist allt vera til sóma í langflestum tilvikum. Segir í dagbók lögreglunnar að á einum stað hafi verið allt of margir gestir. Þar var ekki unnt að tryggja tveggja metra nálægð á milli ótengdra hópa. Eigandi staðains má eiga von á kæru og verður málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir.

Nú stendur yfir vetrarfrí í skólum og fjölmargir höfuðborgarbúar lögðu leið sína út á land um helgina og dvöldu í sumarbústöðum en einnig fóru margir á skíði til Ísafjarðar og Akureyrar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -