Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Einn stærsti bakhjarl Viðreisnar eignast helmingshlut í Fréttablaðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Magnússon, hluthafi og stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, hefur keypt hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg ehf. Hlutur Helga nemur helming hlutafjárs félagsins. Fréttablaðið greinir frá.

Ingibjörg Pálmadóttir, sem nú á helming á móti Helga, greindi frá kaupunum í tölvupósti til starfsmanna Fréttablaðsins. Þar kemur fram að lengi hafa staðið til að breikka eigendahóp Torgs. Þá sé tilgangurinn að styrkja grunnstoðir blaðsins. „Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu, sem ég vona að verði til þess fallin að gera gott blað og fyrirtæki enn betra en það er í dag,“ skrifaði Ingibjörg.

Helgi gaf út sjálfsævisögu í febrúar síðastliðinn titluð Lífið í lit. Bókina vann hann með sagnfræðingnum Björn Jón Bragason. Þar er farið yfir átök forystu atvinnulífsins og lífeyrissjóða við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir fall bankamanna. Helgi sat í bankaráði Íslandsbanka milli 1997-2005. Þá keypti hann 8,8% hlut í Íslandsbanka árið 2004.

Helgi gaf út sjálfsævisögu í febrúar síðastliðinn.

Í bókinni er einnig fjallað ítarlega um aðdragandann að stofnun Viðreisnar en Helgi hefur verið einn stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Í ársreikningi Viðreisnar frá 2016 sjást að framlög Helga til flokksins numu 2,4 milljónum króna. Framlögin komu bæði frá honum persónulega og í gegnum félög í hans eigu.

Davíð Stefánsson var á dögunum ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann tók við stöðunni 1. júní síðast liðinn. Þar áður rak hann eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði við­skipta- og verk­efna­þróunar með á­herslu á endur­nýjan­lega orku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -