Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Einn þekkasti leigubílstjóri Ísfirðinga látinn: „Takk Geiri minn fyrir traustið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og bílstjóri, er látinn 79 ára að aldri. Ásgeir var um árabill einn þekktasti leigubílstjóri Ísfirðinga og vakti athygli fyrir amerískar glæsibifreiðar sem hann hélt úti. Hann stýrði jafnframt úti hljómsveitum sem nutu vinsælda. Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður var um tíma í hljómsveit Ásgeirs. Hann minnist Ásgeirs í fallegri færslu á Facebook.

„Þegar ég var nýorðinn 15 ára hringdi Geiri, eins og hann var kallaður, 12 árum eldri en ég heim í foreldra mína og spurði hvort ég mætti koma sem bassaleikari i hans hljómsveit“.

Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar. Ásgeir er sjálfur fyrir miðju en Rúnar lengst til hægri.

Erindi Geira var vel tekið og hann gekk í Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar. Ferill Rúnasr sem tónlistarmaður hófst þar með.

„Það varð úr að ég spilaði með honum i einn vetur á bassa, sem kom sér vel peningalega,“ skrifar Rúnar Þór sem veturinn eftir spilaði með Agli Ólafssyni, seinna Stuðmanni, í skólahljómsveit á Núpi í Dýrafirði.

„Svo kom ég aftur þegar ég varð 19 ára í bandið með æskuvini mínum Erni Jóns og var þá oft kátt á hjalla með full félagsheimili á Vestfjörðum. Takk Geiri minn fyrir traustið því þar sem ég skemmti mér kannski oft of mikið í seinna skiptið sem ég var i þinni hljómsveit þá léstu sem ekkert væri. Þú varst góður maður og ég mun sakna þín og nota áfram það sem ég lærði hjá þér. Farðu i friði vinur,“ skrifar Rúnar Þór.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -