Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hyggst stöðvað greiðslur til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Trump segir ástæðuna vera slæman árangur WHO í baráttunni við kórónaveiruna.
Fjárframlög Bandaríkjanna til WHO námu um 400 milljónum dollara á milli 2018 til 2019. BBC greinir frá.
Milljarðamæringurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, gagnrýnir ákvörðun forsetans.
Gates tjáði sig um ákvörðun Trump á Twitter fyrr í dag. „Að stöðva greiðslur til WHO á meðan á faraldrinum stendur er eins hættulegt og það hljómar. Vinna þeirra hægir á útbreiðslu COVID-19 og engin stofnun getur komið í staðin fyrir WHO ef þeirra vinna stoppar. Heimurinn þarf meira á WHO að halda núna heldur en nokkru sinni,“ skrifar Gates.
Gates og góðgerðarsjóður hans og Melindu, eiginkonu hans, er einn stærsti styrktaraðili WHO en fjárframlög þeirra nema um 9,76% af sjóð WHO.
Halting funding for the World Health Organization during a world health crisis is as dangerous as it sounds. Their work is slowing the spread of COVID-19 and if that work is stopped no other organization can replace them. The world needs @WHO now more than ever.
— Bill Gates (@BillGates) April 15, 2020