Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Eins hættulegt og það hljómar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hyggst stöðvað greiðslur til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Trump segir ástæðuna vera slæman árangur WHO í baráttunni við kórónaveiruna.

Fjár­fram­lög Banda­ríkj­anna til WHO námu um 400 milljónum dollara á milli 2018 til 2019. BBC grein­ir frá.

Millj­arðamær­ing­ur­inn Bill Gates, stofn­andi Microsoft, gagnrýnir ákvörðun forsetans.

Gates tjáði sig um ákvörðun Trump á Twitter fyrr í dag. „Að stöðva greiðslur til WHO á meðan á faraldrinum stendur er eins hættulegt og það hljómar. Vinna þeirra hægir á útbreiðslu COVID-19 og engin stofnun getur komið í staðin fyrir WHO ef þeirra vinna stoppar. Heimurinn þarf meira á WHO að halda núna heldur en nokkru sinni,“ skrifar Gates.

Gates og góðgerðarsjóður hans og Melindu, eig­in­konu hans, er einn stærsti styrktaraðili WHO en fjárframlög þeirra nema um 9,76% af sjóð WHO.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -