Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Einstaklingar yngri en 65 ára með alzheimer: „Hræðileg staðreynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Allar þjóðir heims bíða í ofvæni eftir lyfjum við þessum vágesti og mörg stærstu lyfjafyrirtækin verja gífurlegum fjármunum í leitina sem mun skila árangri að lokum, við vitum bara ekki hvenær. Á meðan verðum við að standa okkur vel í að aðstoða bæði þann veika sem og aðstandendur,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimarsamtakanna í samtali við blaðamann Lifðu núna. Hún segir að nú sé ekki lengur talað um heilabilun sem öldrunarsjúkdóm heldur taugasjúkdóm og eins er með fleiri sjúkdóma eins og parkinson. Samtökin eru staðsett í St, Jósepsspítalanum í Hafnarfirði og kallast Seiglan.

5-6000 Íslendingar með heilabilun

„Alzheimar, parkinson, levy body og fleiri sjúkdómar eru í raun taugasjúkdómar því þeir koma ekki bara með öldrun. Hér hjá okkur í Seiglunni er yngsti sjúklingurinn til dæmis fimmtugur. Við finnum á aðstandendum þessara sjúklinga hvað þetta tekur mikið á og að þörfin fyrir að stoð er knýjandi í öllum tilfellum. Við vorum himinsæl að geta farið að bjóða upp á þessa þjónustu hér. Við höfum langa reynslu af því að vinna með fólk með heilabilun í sérhæfðu dagþjálfuninni. Þangað fer fólk sem býr enn þá heima en getur ekki verið eitt heima. Og í dag greinast árlega 20 einstaklingar yngri en 65 ára með alzheimer.“

Heilahristingur oftar en tvisvar eykur hættu á heilabilun

Ekki er ennþá vitað hvað veldur heilabilun. Rannsóknir hafa þó t.d. sýnt dæmi um að fái fólk heilahristing oftar en tvisvar á ævinni auki það hættuna á heilabilun síðar á ævinni.

„Vísindamenn sáu fylgni hjá karlmönnum sem höfðu stundað snertiíþróttir eins boxíþróttina og fótbolta þar sem bolti er skallaður. Í framhaldinu kom í ljós að konur sem höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi voru oft líklegri til að fá heilabilunarsjúkdóm, líklega vegna ítrekaðra höfuðhögga. Þetta er hræðileg staðreynd sem er ekki hægt að horfa fram hjá.“

- Auglýsing -

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hjá Lifðu núna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -