Mánudagur 20. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Eitruð karlmennska og kjötætu-kúltúrinn: „Viljum gjörbylta neysluhegðun fólks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Businesss-aktívismi er það að í staðinn fyrir að peningar og hagnaður sé fyrsti forgangur þá er forgangurinn sá að gera rétt og hafa sem mest áhrif til góðs. Við þurfum auðvitað tekjur til að gera þessa hluti en við munum aldrei græða á einhverju sem er siðferðislega rangt.“ segir Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir framkvæmdastjóri, meðeigandi og meðstofnandi Veganmatar sem rekur Veganbúðina og Jömm er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan.

Þar segir Sæunn meðal annars frá ævintýralegri stækkun Veganbúðarinnar, sem á örfáum árum varð stærsta veganbúð í heiminum, hvað það þýðir að vera busissness-aktívisti og hvernig eitruð karlmennska er stærsti óvinur veganismans.

Eitruð karlmennska og kjötætu-kúltúrinn er andstæða veganismans

Þorsteinn, umsjónarmaður hlaðvarpsins, veltir upp þeirri spurningu hvers vegna stóru bakaríin í Reykjavík bjóði ekki upp á jafn gott úrval af vegan bakkelsi eins og sum bakarí í mun smærri byggðum eins og á Akureyri og Grindavík. Sæunn hikar í smá stund og svarar: „Þetta hljómar eins og ég sé að smjaðra en ég segi að svarið sé svoldið eitruð karlmennska.“

Steinunn bætir því við að þetta eigi ekki bara við um bakkelsi heldur sé kjöt- og karlremba nátengt þar sem litið er niður á karla sem eru vegan, þeir gjarnan uppnefndir soyboys eða álitnir ekki alvöru karlar. „Eitruð karlmennska og kjötætu-kúltúrinn eru andstæða veganismans og ein stór ástæða hvers vegna það er hávaði á móti vegan.“

Markmiðið að umbylta neysluhegðun fólks

Hún nefnir sem dæmi að hún versli ekki við Nestlé og ekki heldur  vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu.

„Á tímabili var rosalegur hávaði yfir vegan KitKat sem kom á markað erlendis og fólk bað okkur um að selja. En við vildum ekki að peningar úr okkar rekstri fari í að styðja Nestlé. Við erum ekki með Hälsans Kök sem er framleitt á hernumdum svæðum í Palestínu. Við tökum ekki þátt í þessu, þó það sé mikil eftirspurn eftir þessum vörum.“

- Auglýsing -

Þá segir Sæunn að markmið rekstursins sé að umbylta neysluhegðun fólks. „Við erum ekkert að grínast með þetta, við viljum gjörbylta neysluhegðun fólks. Ég er ekki að tala um að gjörbylta með „shaming“ og látum, heldur viljum við sjá til þess að það sé skemmtilegra, auðveldara og ljúffengara að vera vegan en vera það ekki.“

 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á karlmennskan.is, Podcasts, Spotify.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -