Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Eitt ár liðið frá hvarfi Jóns Þrastar: „Við leitum enn að svörum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag er eitt ár liðið frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin á Írlandi. Jón Þröstur var þar ásamt unnustu sinni og ætlaði hann að taka þátt í pókermóti næstu þrjá daga og parið ætlaði einnig að skoða sig um þá tíu daga sem stóð til að dvelja þar.

Jón Þröstur hvarf í hverfinu Whitehall sem er í norðurhluta Dublin, en hann yfirgaf hótelið sem parið gisti á um klukkan 11 að laugardagsmorgni og hafði hvorki vegabréf, önnur skilríki né síma meðferðis. Hann hafði meðferðis greiðslukort, en þau hafa ekki verið notuð.

Jón Þröstur sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var hann á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hvarf hann sporlaust og hefur ekki fundist þrátt fyrir umgangsmikla leit.

Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Dublin vikuna eftir hvarfið, tóku þátt í leit að honum ásamt sjálfboðaliðum, dreifðu auglýsingum og komu fram í fjölmörgum viðtölum, allt til að vekja athygli á hvarfi Jóns Þrastar.

Jón Þröstur spilaði póker á hótelinu kvöldið fyrir hvarf hans og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt.

Í færslu á Facebook í dag segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla, dætur hans, stjúpbörn, bróðður og systur, foreldra hans og vini, alla sem þekktu Jón Þröst. „Það er erfitt að missa svona góðan mann úr okkar lífi, mann sem allir elska, og mann sem elskar þig eins og þú ert,“ segir í færslunni.

- Auglýsing -

Í færslunni er íbúum í Dublin þakkað fyrir þá hjálp sem þeir hafa veitt og þann kærleik sem þeir hafa sýnt. Jafnframt eru þeir beðnir um að prenta út og hengja upp plakat af Jóni Þresti. „Bara til að minna fólk á að við erum enn að leita, við leitum enn að svörum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -