Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ekkert bólar á ársskýrslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) hefur ekki enn gefið út ársskýrslu fyrir árið 2017, en nefndin tók til starfa 1. janúar árið 2017.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurðist fyrir um skýrsluna þann 10. apríl síðastliðinn og fékk þau svör að hún væri væntanleg í lok apríl eða byrjun maí. Blaðamaður Mannlífs spurðist fyrir um skýrsluna þegar hún var enn ekki birt í byrjun sumars. Þann 19. júní fengust þau svör frá Drífu Kristínu Sigurðardóttur, lögfræðingi NEL, að skýrslan væri væntanleg á næstu vikum. Þann 28. ágúst, rúmum tveimur mánuðum síðar, spurði blaðamaður Mannlífs aftur um skýrsluna. Tveimur dögum síðar bárust þau svör frá Drífu að skýrslan væri væntanleg á næstu vikum. Ástæðan fyrir þessari töf segir Drífa vera annir við vinnu annarra verkefna. Helga Hrafni finnst leiðinlegt hve málið hefur tafist. Píratar höfðu lagt fram tillögu um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu sem hefði mjög víðfemt rannsóknarhlutverk. Píratar gagnrýndu nefndina á sínum tíma og töldu að slík nefnd þyrfti víðara verksvið en það sem NEL hefur, en nefndin fer ekki með ákæruvald í kærumálum.

„Nefndin hefur verið að störfum síðan í janúar 2017 og á þeim tíma höfum við þurft að halda að okkur höndum. Eina ástæðan fyrir því að við höfum ekki lagt aftur fram tillögu okkar er að við teljum mikilvægt að hún verði byggð á sem mestum og bestum gögnum og að fyrsta ársskýrsla nefndarinnar sé mjög mikilvægt gagn.“

Helgi Hrafn telur ólíklegt að NEL tryggi innra eftirlit með lögreglunni. „Ég vona auðvitað að hún komi mér algjörlega á óvart, en það er erfitt að fullyrða alveg blákalt um störf nefndar þegar engin gögn liggja enn þá fyrir um reynsluna af henni. Þó get ég sagt að ég skynja mjög litla trú á núverandi fyrirkomulagi af hálfu þeirra borgara sem ég hef talað við og telja á sér brotið af lögreglu, vegna þess einmitt að nefndin sinnir hvorki rannsóknar- né ákæruhlutverki. Fólk sem ég ræði þetta við sér ekki neina sérstaka von í því að kvartanir og kærur séu flokkaðar og áframsendar, væntanlega oftast til lögreglunnar sjálfrar. En eins og ég segi, ég vona auðvitað að vantrú mín og viðmælenda minna reynist tilefnislaus.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -