Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.4 C
Reykjavik

Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í gær

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verk­efna­stjóri hjá Al­manna­vörn­um segir að ekkert virkt COVID-19 smit hafi greinst á landinu í gær.

Fjögur smit greindust á landamærunum, þrjú gömul og eitt óvirkt. Það fimmta er til skoðunar, en það er einnig talið vera gamalt, að því er fram kemur á mbl.is.

Í fréttinni er athygli vakin á því að samkvæmt covid.is séu fjórir í einangrun. Líklegast sé um að ræða smitin fjögur úr landamæraskimuninni sem eigi eftir að skrá öðruvísi í ljósi þess að þau séu ekki virk. Rögnvaldur Ólafs­son verk­efna­stjóri hjá Almannavörnum segir í samtali við mbl.is að smitin séu reyndar fjögur talsins, en ekki fimm.

1.484 sýni voru tek­in á landa­mær­um Íslands í gær, 138 á veiru­fræðideild LSH og 259 hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -