Verkefnastjóri hjá Almannavörnum segir að ekkert virkt COVID-19 smit hafi greinst á landinu í gær.
Fjögur smit greindust á landamærunum, þrjú gömul og eitt óvirkt. Það fimmta er til skoðunar, en það er einnig talið vera gamalt, að því er fram kemur á mbl.is.
Í fréttinni er athygli vakin á því að samkvæmt covid.is séu fjórir í einangrun. Líklegast sé um að ræða smitin fjögur úr landamæraskimuninni sem eigi eftir að skrá öðruvísi í ljósi þess að þau séu ekki virk. Rögnvaldur Ólafsson verkefnastjóri hjá Almannavörnum segir í samtali við mbl.is að smitin séu reyndar fjögur talsins, en ekki fimm.
1.484 sýni voru tekin á landamærum Íslands í gær, 138 á veirufræðideild LSH og 259 hjá Íslenskri erfðagreiningu.