Enginn hefur greinst með COVID-19 á síðasta sólarhring. Fjöldi staðfestra COVID-19 smita er því kominn upp í 1.797.
142 sýni voru rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 698 sýni voru rannsökuð hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Virkum smitum fer fækkandi á milli daga en virk smit voru 117 í gær, þau voru 131 talsins daginn áður, þriðjudag.
Samkvæmt tölum covid.is hafa nú 1.670 einstaklingar náð bata eftir að hafa smitast.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar klukkan 14.00 í dag. Gestir fundarins verða Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sveitarfélaginu Árborg.