Ólöf Helga Adolfsdóttir, formaður Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar talast ekki við. Staðfesti Ólöf þetta í samtali við Hringbraut.
Bæði Ólöf og Sólveig eru í formannsframboði auk Guðmundar Baldurssonar sem er þriðji frambjóðandinn. Ólöf Helga og Sólveig Anna voru miklir samherjar í máli Ólafar sem var rekin frá Icelandair. Hún var hlaðamaður og trúnaðarmaður á vinnustað. Mál hennar er nú fyrir dómstólum.
Ragnheiður Valgarðisdóttir, trúnaðarmaður Eflingar, greindi frá því fyrir skömmu að starfsfólk væri stressað yfir mögulegri endurkomu Sólveigar. Óvissan hafi í för með sér bæði kvíða og vanlíðan fyrir starfsfólk.
Sólveig sagði við Fréttablaðið að henni hafi ekki verið boðið efsta sætið á listanum. Hún hafi ekki þegið sæti á listanum sem Ólöf Helga leiðir.