Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ekkert sem styður það að fólk geti veikst aftur af Covid-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir engin gögn styðja það að fólk geti veikst aftur af Covid-19 sjúkdómnum. Jafnvel þótt að fólk mælist ekki með mótefni þá þýði það ekki að það sé óvarið fyrir sýkingunni.

Hera Sólveig Ívarsdóttir lá inni vegna Covid-19 og hefur áhyggjur af því að hún geti veikst aftur. Ástæðan er sú að þrátt fyrir þrjár mótefnamælingar hefur niðurstaðan alltaf verið sú að hún er ekki með mótefni gegn veirunni í líkamanum.

Mælingar hafa sýnt að 9 prósent þeirra sem hafa smitast af Covid-19 reynast ekki vera með mótefni. Már segir að þetta þýði þó ekki að fólk geti veikst aftur af COVID-19 heldur sýni þetta aðeins fram á breytileika fólks.  „Þegar smitefni kemur inn í líkamann þá bregst líkaminn við því og veikindi fólks helgast af vörnum líkamans og smitefnisins. Fólk lagast vegna þess að varnirnar hafa náð yfirhöndinni. Mér er ekki kunnugt um að einhver hafi sýkst aftur af kórónuveirunni,“ sagði Már í samstali við RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -