Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Ekki allir sem halda gleðileg jól

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bloggararnir á Pigment.is standa þessa stundina fyrir jólahappdrætti til styrktar sjálfsvígsforvarnasamtökunum Píeta. Með happdrættinu er vakin athygli á að margir eiga um sárt að binda í kringum jólahátíðina.

„Okkur finnst rosalega gaman að gleðja lesendur en langaði að ganga skrefinu lengra og láta gott af okkur leiða þetta árið,“ segir Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir, stofnandi og eigandi Pigment.is, um jóladagahappadrætti sem bloggarar á Pigment.is standa fyrir.

Um jólahappdrætti til styrktar sjálfsvígsforvarnasamtökunum Píeta er að ræða. Samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur þeirra sem falla fyrir eigin hendi.

„Jólin er tími gjafaleikja og verslanir og áhrifavaldar eru að stofna til margra slíkra. Við höfum alltaf staðið fyrir vinsælu jóladagatali sem þúsundir hafi tekið þátt í en þetta árið langaði okkur að bjóða upp á tilgangsmeiri leik,“ útskýrir Gunnhildur.

Jólin ekki gleðileg hjá öllum

Gunnhildur bendir á að ekki séu allir sem halda gleðileg jól og það má ekki gleymast. „Við höfum það flest blessunarlega gott um jólin en það eru þó margir þarna úti sem finnast þeir vera einir og hafa engan til að tala við. Skammdegið hefur líka slæm áhrif á margt fólk. Við viljum hvetja þá sem þurfa á því að halda að leita sér hjálpar,“ segir hún.

Við viljum hvetja þá sem þurfa á því að halda að leita sér hjálpar.

Sjálf missti Gunnhildur vin árið 2014. Hann svipti sig lífi og þess vegna langaði Gunnhildi að styrkja Píeta samtökin. „Mig langaði að styrkja Píeta, sérstaklega í ljósi þess að þessi vinur minn lagði mikið upp úr því að hjálpa öðrum og vildi vera til staðar fyrir fólk sem leið illa, sérstaklega um jólin. Hann hélt til dæmis tvisvar sinnum jól fyrir fólk sem hafði engan stað til að vera á,“ segir Gunnhildur.

- Auglýsing -

Gunnhildur hvetur fólk til að taka þátt í jólahappdrætti Pigment.is enda sé til mikils að vinna, til dæmis eru úlpur og snyrtivörur meðal vinninga. „Samstarfsaðilar okkar hafa útvegað glæsilega vinninga. En við minnum auðvitað á að þó svo að allir hreppi ekki vinning þá er fólk að styrkja rosalega gott málefni með því að taka þátt,“ segir Gunnhildur glöð í bragði.

Áhugasamir geta lesið leikreglurnar á vef Pigment.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -