Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ekki alveg jafnglysgjarn og frændinn á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í sænska bænum Gävla stendur stór og myndarlegur geithafur. Hann heimsótti bæinn í fyrsta sinn fyrir jólin 1966 og síðan þá birtist hann á Kastalatorginu fyrsta sunnudag í aðventu ár hvert, gestum og gangandi til ánægju og yndisauka. Því miður þá er jafnsterk hefð fyrir því að geithafurinn mæti grimmilegum örlögum og þykir fréttnæmt ef hann stendur fram yfir áramót.

„Það er vefmyndavél á Kastalatorgi og í gegnum hana getur þú fylgst með Gävla-geitinni frá fyrsta sunnudegi í aðventu þar til á nýju ári, eða þar til hún mætir alræmdum örlögum sínum,“ segir á túristasíðu Gävla.

Geithafurinn er 13 metra hár, sjö metra langur og vegur um 3,6 tonn. Það tekur um eitt þúsund klukkustundir að reisa hann en grindin er gerð úr 1.200 metrum af sænskri furu og 12 þúsund hnútar gerðir á 1.600 metra af reipi við smíðina. Hafurinn góði er ekki alveg eins glamúrlegur og íslenski frændi hans í Garðabæ en lætur sér nægja nokkrar ljósaperur til skrauts en hann nýtur þó nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum og á sér t.d. marga aðdáendur á Twitter.

Frá því að geithafurinn var fyrst reistur hefur hann aðeins notið nýja ársins 16 sinnum. Yfirleitt fuðrar hann upp í ljósum logum og hefur m.a. verið brenndur af bandarískum túrista og brennuvörgum í jólasveina- og piparkökukarlabúningum. Þá gerðu tveir menn tilraun til að múta manni sem stóð vörð um geitina árið 2010 en þeir hugðust ræna geithafrinum með þyrlu og flytja til Stokkhólms.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -