- Auglýsing -
Koffínlaust kaffi getur innihaldið allt að 30% þess koffíns sem venjulegt kaffi inniheldur. Það er vert að hafa í huga ef þess er neytt skömmu fyrir svefninn.
Þetta er á meðal þess sem lesa má um í bók taugavísindamannsins og svefnsérfræðingsins Matthews Walkers, Þess vegna sofum við. Sá sem drekkur þrjá til fjóra bolla af koffínlausu (koffínskertu) kaffi að kvöldi spillir því svefninum á sama hátt og hafi hann drukkið einn bolla af venjulegu kaffi.