Samtökin nota þess í stað skammstöfunina CSAM, sem stendur fyrir „child sexual abuse material“. Ástæðan er sú að hefðbundið klám hefur verið normaliserað þannig að í dag þykir ekki tiltökumál að neyta þess. Svokallað „barnaklám“ getur hins vegar aldrei verið löglegt eða í lagi og því er mikilvægt að gera skýran greinarmun á klámi og barnaníðsefni.
Það skapar ákveðinn vanda í alþjóðlegu samstarfi að mismunandi er eftir löndum hvað einstaklingar þurfi að vera gamlir til að geta veitt samþykki fyrir kynferðismökum. Þá er það ólíkt milli landa hvað teljist til „barnakláms“; hvort einstaklingurinn á myndinni eða myndbrotinu þurfi að vera raunverulegt barn eða hvort nægi að um sé að ræða tölvuteiknaða persónu, svo dæmi sé tekið.
Sjá einnig: Fleiri ábendingar vegna barnaníðsefnis á Netinu