Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ekki í kortunum að flugfélög hætti með Netgíró

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskir ferðalangar hafa haft þann möguleika að greiða fyrir flugfargjöld hjá WOW air síðan árið 2015 og hjá Icelandair síðan snemma á þessu ári með Netgíró. Í ljósi frétta síðustu vikna um bága stöðu flugfélaganna hefur þeirri spurningu verið velt upp hver réttindi viðskiptavina eru sem greiða fyrir flugfargjöld með Netgíró ef allt fer á versta veg og flugfélögin fara í þrot.

Erfiður vetur framundan

Helgi Björn.

Netgíró sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að allar vörur og þjónusta sem greiddar eru með Netgíró falli undir lög um neytendavernd, sem þýðir að viðskiptavinir Netgíró fái endurgreitt ef flug falla niður, til dæmis vegna gjaldþrots flugfélags.

„Við vildum vera sannfærð og tryggja rétt okkar viðskiptavina og eyða öllum vafa um lagalega óvissu sem hefur ríkt í þessu máli. Við hjá Netgíró óskuðum því eftir fleiri en einu lögfræðiáliti og á meðan þessi álit lágu ekki fyrir vildum við ekki fullyrða neitt sem við gætum ekki staðið við, en nú hefur þessari óvissu verið eytt. Réttur neytenda er fullkomnlega tryggður með greiðslum með Netgíró,“ er haft eftir Helga Birni Kristinssyni, framkvæmdastjóra Netgíró, í fréttatilkynningunni.

Engin ferðatrygging fylgir

Mannlíf hafði samband við Guðjón Elmar Guðjónsson, þjónustustjóra Netgíró, og spurði hvort einhvers konar viðbragðsáætlun væri fyrir hendi hjá fyrirtækinu ef svo færi að flugfélögin færu í þrot.

Guðjón Elmar.

„Við teljum ekki rétt að upplýsa um hvort og þá á hvaða sviði sérstakar viðbragðsáætlanir eru eða yrðu gerðar en Netgíró er að sjálfsögðu í stakk búið að bregðast við mismunandi aðstæðum á markaði,“ segir Guðjón og bætir við að engar fyrirætlanir séu uppi hjá Netgíró að hætta að bjóða ferðalöngum uppá að greiða fyrir flugfargjöld með Netgíró.

- Auglýsing -

Guðjón gefur ekki upp hve margir hafa nýtt sér þennan möguleika síðan WOW air byrjaði að bjóða uppá hann árið 2015. Þá segir hann að þeir sem nýti sér þennan valkost þurfi að sjá sjálfir um að kaupa ferðatryggingu.

„Viðskiptavinir Netgíró greiða ekki nein árgjöld fyrir þjónustu fyrirtækisins og þar af leiðandi fylgir ekki ferðatrygging þegar keypt er flug.“

Hver verður næsti forstjóri Icelandair?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -