Ekki er komið í ljós hvenær opnað verður fyrir miðasölu hjá Play.
Þann 5. nóvember héldu forsvarsmenn flugfélagsins Play fund í Perlunni og kynntu áfrom sín. Þar kom fram að stefnt væri að því að hefja sölu á flugmiðum í nóvember og að jómfrúarflugið yrði í desember þar sem félagið væri á lokametrunum í undirbúning. Síðan þá hefur verið greint frá því að hægar gangi að safna hlutaféi heldur en áætlað var.
Fyrr í mánuðinum var svo greint frá því að stofnendur og stjórnendur buðust til að minnka hlutdeild sína í Play í 30% á móti 70% eignarhlut þeirra fjárfesta sem fást til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé.
Í fyrirspurn Mannlífs til Play um hvort komið sé í ljós hvenær miðasala fer í gang kemur fram að það sé enn óljóst.
„Nei, en við vonum að það fari að styttast,“ segir í svarinu við fyrirspurn Mannlífs.
Sjá einnig: Bjóðast til að minnka hlut sinn úr 50% í 30%