Tíu einstaklingar eru í einangrun með Covid-19 og aðrir tíu í sótthví. Ekkert smit greindist innanlands í gær. Næstum allir þeir sem eru smitaðir eru á höfuðborgarsvæðinu og allir þeir sem eru í sótthví.
Sá eini sem er í einangrun utan höfuðborgarsvæðisins er búsettur á Suðurnesjum.
Ungt fólk stórt hlutfall smitaðra
Nú er einn með Covid-19 í aldurshópnum 13-17 ára. Fjögur smit eru í aldurshópnum 18-29 ára. Þrír eru smitaðir á fertugsaldri og einn á fimmtugs- og sjötugsaldri.
Gamla fólkið virðist vera að sleppa nú þegar bólusetningar hafa hafist eins og sjá má á tölum um smit meðal yngra fólks.
Einn greindist með Covid-19 í seinni skimun á landamærunum í gær og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar.
Fjöldi þeirra sem þegar hafa fengið bólusetningu er 12.709 en hraði bólusetninga ræðst af því hversu mikið magn bóluefnis kemur til landsins á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að í lok mars 2021 verði komið langt með að bólusetja alla eldri en 70 ára, en í þeim hóp er um 40.000 manns.
Margir fóru í einkennasýnatöku innanlands í gær eða 495 manns. Á landamærunum voru 488 skimaðir og fækkaði mjög í skimunarsóttkví í kjölfarið. Nú eru 797 í skimunarsóttkví en voru 1.070 í gær.
Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 0,3 og 3 á landamærunum.