Mánudagur 25. nóvember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Ekki þekkja allir hættumerkin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmsar algengar neytendavörur, svo sem hreinsiefni, stíflueyðar, grillvökvar, duft fyrir uppþvottavélar og tauþvottaefni innihalda efni sem geta verið hættuleg. Mikilvægt er að fólk hafi vitneskju um áhættuna sem getur stafað af slíkum vörum, lesi leiðbeiningar og umgangist þær á réttan hátt til þess að forðast slys og vernda umhverfið.

Umhverfisstofnun fer fyrir þessum málaflokki hér á landi. Kemur fram í nýbirtri ársskýrslu stofnunarinnar að á hennar vegum hafa verið gerðar þrjár kannanir á þekkingu almennings á merkingum á vörum sem innihalda hættuleg efni. Niðurstöðurnar verða notaðar til að meta árangur af kynningarstarfi stofnunarinnar hvað þetta varðar og hvar þurfi að gera betur.

Í síðustu könnun Umhverfisstofnunar kom í ljós að 45% svarenda þekktu hættumerki á neytendavörum en um 30% töldu að úreltar, eldri merkingar væru þær réttu. Einnig kom í ljós að konur fara frekar en karlar eftir leiðbeiningum um notkun á vörum sem bera hættumerkingar og eru ólíklegri til að kaupa slíkar vörur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -