75 ára karlmaður liggur mjög alvarlega veikur á gjörgæslu Landspítalans af völdum COVID-19 kórónuveirunnar og berst þar fyrir lífi sínu.
Eiginkona mannsins lést á mánudag vegna veirunnar, fyrst Íslendinga. Hún var 71 árs að aldri og astmasjúklingur.
Sjá einnig: Andlát konu á Suðurlandi talið tengjast COVID-19
Ættingjar hjónanna vilja brýna fyrir öllum Íslendingum að baráttan gegn veirufaraldrinum sé dauðans alvara og nú sé ekkert annað í boði en hlíta fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Ef misbrestur verði á því muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar.
Eiginmaðurinn hefur ekki glímt við neina sjúkdóma fram að þessu, og kíkt og gerðist hjá eiginkonu hans, hefur honum hríðversnað á stuttum tíma. Í dag var hann færður í öndunarvél á gjörgæsludeild.
Hjónin eru frá Suðurlandi og eru fleiri úr fjölskyldu þeirra veikir af kórónaveirunni. „Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar,“ skrifaði sonur hjónanna í færslu á Facebook.