Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Eldskírn nýliðanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, telur að þátttaka Íslands á HM 2019 muni verða gríðarleg reynsla fyrir nýliðana í liðinu. Þarna fá menn líka tækifæri til að sýna hvað í þeim býr.

„Já, það verður gaman að fylgjast með vonarstjörnum liðsins, þessum ungu strákum eins og til dæmis Ómari Inga og Elvari Erni. Elvar kom náttúrlega mjög sterkur inn á síðustu tveimur tímabilum og hefur staðið sig vel með landsliðinu, sýnt að hann á fullt erindi í þetta. Ómar hefur staðið sig mjög vel í Dan-mörku, er fljótur og flottur leikmaður með snögg skot sem gerir að verkum að það er erfitt að mæta honum. Það er gaman að fylgjast honum með spila. Þessir ungu leikmenn gætu blómstrað á mótinu.“

Þá segir Þorgerður að fyrst Guðjón Valur Sigurðsson komi ekki til með að spila á mótinu vegna meiðsla, a.m.k. ekki fyrst um sinn, þá sé Aron Pálmarsson nú tvímælalaust helsta stjarna landsliðsins. „Hann hefur auðvitað verið fyrirliði áður og spilað á stóra sviðinu,“ tekur hún fram. „Þar af leiðandi veit hann vel að sem fyrirliði þarf hann að taka af skarið og ég held að Aron verði mjög flottur í því starfi.“

En hvað hvernig líst henni á hina nýliðanna?

Gísli Þorgeir: „Hann hefur verið frábær hérna heima og ef hann helst heill, heldur rétt á spilunum og nær að þroskast sem leikmaður þá held ég að hann gæti orðið ein af okkar skærustu handboltastjörnum.“

Teitur Örn: „Hann stóð sig mjög vel með Selfossi og stendur sig vel í Svíþjóð. Ég er frekar á því að taka hann inn núna en Rúnar, ef Rúnar er tæpur. Þetta er sterkur leikmaður sem gæti komið á óvart.“

- Auglýsing -

Haukur Þrastar: „Ætli Haukur sé ekki undrið í hópnum, þar sem hann er jú svo ungur. Af þeirri ástæðu er auðvitað haldið vel utan um hann og þess vegna held ég líka að það hafi verið góð ákvörðun hjá honum að vera áfram hjá Selfossi og verða betri alhliða leikmaður áður en hann fer út. Nú fær hann að kynnast því hvernig er að fara á almennilegt stórmót. Það verður vert að fylgjast með honum næstu árin.“

Elvar Örn: „Hann virðist vera tilbúinn fyrir mót af þessu „kalíberi“ þótt hann hafi bara spilað á Íslandi. Stóð sig vel með landsliðinu, er sterkur og stór og skýtur fast. Það verður spennandi að sjá næstu skref hans.“

Daníel Ingason: „Lunkinn varnarmaður sem hefur sýnt það með Haukum að hann er frábær skytta líka. Ég veit ekki hvort hann fái eitthvað að spreyta sig sem slík en hann passar mjög vel inn vörnina hjá þessu liði.“

- Auglýsing -

Sigvaldi: „Ég hef lítið séð til hans en það sem ég hef séð bendir til að hann lofi góðu. Svo held ég að það sé bæði gott fyrir Arnór Þór að fá samkeppni og auðvitað flott fyrir Sigvalda að fá þetta tækifæri.“

Ýmir: „Þetta er meira varnarsinnaður leikmaður. Þarna fær hann gott tækifæri til að bæta sig í sókninni. Svo verður það gríðarlega reynsla fyrir hann að æfa og spila með þessum reynsluboltunum og læra af þeim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -