Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Eldsvoði á Akureyri: Maður borinn út úr brennandi húsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri hefur verið kallað út vegna elds í einbýlishúsi við Hafnarstræti 37 á Akureyri. Hátt í þrjátíu manns vinna nú að því að ráða niðurlögum eldsins.

„Það hefur einum manni bjargað út úr húsinu og fluttur á sjúkrahús. Við vitum ekki hver líðan hans er,” sagði Vigfús Bjarkason, varðstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, í samtali við Mannlíf rétt í þessu og bætir við að ekki sé vitað til þess að fleiri séu í húsinu.

Slökkviliðið hefur verið kallað út vegna bruna í þriggja hæða einbýlishúsi við Hafnarstræti 37. Slökkviliðið, lögregla og sjúkrabílar eru nú á svæðinu og er búið að rýma húsnæði í grennd við húsið sem er alelda að sögn varðstjórans og ónýtt.

„Þetta er eitt bárujárnsklætt hús á þremur hæðum,“ lýsir hann fyrir blaðamanni. „Við erum í þessum töluðu orðum að vinna í því að rífa þakið og reyna að komast að eldinum og slökkva hann.“

Vigfús segir að á þessari stundu sé ekki vitað hver upptök eldsins séu og heldur ekki hvenær kviknaði í, en þetta sé annar stórbruninn á Akureyri á skömmum tíma.

„Það er stutt síðan kviknaði í álíka stóru húsi við Norðurgötu, því miður,“ segir hann og getur þess að í því tilviki sé ekkert vitað um eldsupptök.

- Auglýsing -

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að húsið sem um ræðir sé bárujárnshús byggt um þarsíðustu aldamót, eða árið 1901. Húsið sé hluti af gamla bænum. Gamla keiluhöllin hafi á árum áður verið beint á móti húsinu.

Slökkviliðið hélt áfram störfum í nótt

Slökkvilið Akureyrar birti færslu á Facebook í gærkvöldi klukkan 23.35. Þar kom fram að slökkviliðið væri enn að störfum á vettvangi. Talið var að búið væri að slökkva allan eld en enn var hiti og reykur í húsinu og útlit fyrir að unnið yrði þar áfram í nótt.

- Auglýsing -

Jafnframt var greint frá því að um væri að ræða tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara, eitt af eldri húsum bæjarins, byggt 1903, í gamalgrónu hverfi á Akureyri. Nágranni hefði tilkynnt að eldur væri kominn upp í húsinu á áttunda tíma í gærkvöldi.

Ekkert lá fyrir um upptök hans þá og talið ólíklegt að hægt yrði að hefja rannsókn fyrr en í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -