- Auglýsing -
Fjórtán manns sluppu þegar mikill eldur kom upp í íbúðarhúsnæði að Auðbrekku fjögur í nótt. Tvær hæðir eru á húsinu og höfðu allir íbúar komið sér út að sjálfsdáðum þegar slökkvilið kom á vettvang.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn en voru reykkafarar sendir inn til þess að ganga úr skugga um að enginn hefði orðið eftir inni í húsnæðinu.
Rauði krossinn útvegaði fólkinu húsaskjól en er haft eftir slökkviliðinu að töluvert miklar skemmdir séu á húsnæðinu sem er iðnaðarhúsnæði. Lauk störfum á svæðinu um klukkan sex í morgun.