- Auglýsing -
Eldur á veitingastað í Ármúla blossaði upp og var allt tiltækt slökkvilið sent út í gærkvöld.
Sem betur fer var enginn inni á staðnum er eldurinn kviknaði.
Slökkviliðið var þó ekki í neinum vandræðum því eldurinn var lítill sem og staðbundinn í grilli er slökkvilið bar þar að garði.
Ekki er vitað hversu miklar skemmdir urðu en ljóst að þær eru þónokkrar enda var veitingastaðurinn reykræstur.