- Auglýsing -
Eldur kviknaði út frá potti á eldavél í íbúð á annarri hæð í Suðurhólum í Breiðholti í gær.
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Suðurhólum í Reykjavík í gærkvöldi leiddi í ljós að eldurinn kviknaði út frá potti á eldavél.
Mikill reykur var á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn, en húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.
Vel gekk að rýma aðrar íbúðir í stigaganginum, en íbúðin þar sem eldurinn kom upp er mikið skemmd. Einn var fluttur á slysadeild er fram kemur á vef lögreglu.