- Auglýsing -
Sjónvarpsstjarnan Elín Hirst er hætt hjá fjölmiðlum Torgs og horfin til í tímabundinna verkefna hjá forsætisráðuneytinu. Það hefur reyndar legið í loftinu lengi að hún væri á förum frá sjónvarpsstöðinni Hringbraut og Fréttablaðinu þar sem hún starfaði þétt við hlið Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem næstráðandi hans. Nú er það komið á daginn og fjölmiðlar Torgs eru fátækari eftir brotthvarf drottningar ljósvakans.
Elín á að baki fjölda sigra á sviði fjölmiðla í gegnum tíðina. Hún hefur starfað sem fréttastjóri á báðum sjónvarpsstöðvunum og er hafsjór af reynslu. Ekki er ólíklegt að hún eigi eftir að dúkka upp á fjölmiðlum aftur þegar verkefnum í þágu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sleppir …