Fréttakonan Elín Hirst hefur nú tekið að sér nýtt starfs, og segir frá því á Facebook-síðu sinni.
„Ég hef fengið það frábæra verkefni hjá forsætisráðuneytinu að undirbúa fundaherferð um landið með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og verkefnateymi Sjálfbærs Íslands.“
Elín er gríðarlega reynd í fjölmiðlaheiminum hér á landi; starfað við fjölmiðla áratugum saman með glans.
„Mun ég einnig hjálpa til við gerð grænbókar og stefnumörkunar í sjálfbærnimálum, þar sem ég get vonandi nýtt langa reynslu mína af þáttagerð í sjónvarpi um loftslag- og sjálfbærnimál með Sagafilm og RÚV.“
Hún segir að endingu.
„Ráðningin er verktakaráðning til 3 mánaða. Ég er mjög hreykin af þessum tímamótum á starfsferlinum.“