Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Elínu var nauðgað 18 ára: „Hann kyssti mig á kinnina og sagði sorry“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elín Hulda Harðardóttir sagði frá sögu sinni í viðtali við Ísland í dag en Elínu var nauðgað þegar hún var 18 ára gömul.

Elín sem er kennari við Hagaskóla talar mjög opinskátt um sína reynslu við nemendur sína og segir að meiri kynfræðslu þurfi við Kennaraháskólann.
,,Kennarar eru ekki nógu vel upplýstir og eiga margir í erfiðleikum með að ræða við nemendur sína um þessi viðkvæmu mál.“

Elín var nemi á Akureyri þegar brotið var á henni en gerðist það í eftirpartýi. Eftir atvikið breyttist líðan og skapgerð Elínar en varð hún mjög kvíðin og hætti að ná að sofa lengur en tvo til þrjá tíma á nóttu.

Elín keyrði daglega fram hjá húsinu þar sem nauðgunin átti sér stað en á endanum sagði hún systur sinni frá því sem gerst hafði, og sagði systir hennar foreldrum þeirra í kjölfarið.
Elín upplifði mikla skömm á þessum tíma.

„Af því að mér fannst eins og ég hafi verið svo mikill hálfviti að fara í þetta eftirpartý, að þetta væri mér að kenna og ég hefði átt að sjá þetta fyrir eða reyna meira að berjast á móti. Mér fannst ég vera að valda foreldrum mínum svo miklum vonbrigðum, sem er náttúrulega fáránlegt.“

Elín fékk hjálp í kjölfarið en fann enn til mikillar reiði. Hún flutti til Danmerkur um nokkurt skeið en þegar hún flutti til Íslands aftur ákvað hún að búa í Reykjavík.
Á þessum tíma var Elín hætt að borða og þrífa sig og leitaði þá til Stígamóta.

- Auglýsing -

Árið 2014 segir Elín að hún hafi verið á góðum stað og líðanin betri en um haustið lenti hún í annarri árás. Þann einstakling þekkti Elín allt frá því þau höfðu verð ung börn og taldi hún hann einn af sínum betri vinum.

Þau hafi farið samferða heim og sagði vinur hennar þá Elínu að leggjast niður.
„Ef þú leggst ekki við hliðina á mér þá lem ég þig. Svo taldi hann niður frá fimm og þegar hann var kominn niður í núll þá kýldi hann mig.“

Elín segir manninn hafa kýlt hana aftur og á endanum hafi hún gefist upp.
Hún hafði spurt hann hvers vegna hann hafi gert þetta, kyssti hann hana á kinnina og sagði
,,sorry Elín, ég tek þetta á mig.“

- Auglýsing -

Elín kærði brotið en varð málið ekki að ákæru. Kæruferlið tók þrettán mánuði og var henni sagt að þetta yrði orð gegn orði.
Elín vann í sjálfri sér og fór í kennaraháskólann en þar bendir hún á að auka þurfi kynfræðslu og fleiri áfanga sem hún telur mikilvæga.
Viðtalið við Elínu er hægt að sjá í heild sinni HÉR.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -