- Auglýsing -
Elísa Butt Davíðsdóttir er um margt áhugaverð kona. Hún ólst upp á Akranesi en dreymdi alltaf um að verða bóndi. Lífið leiddi hana ekki strax í sveitina en 18 ára byrjaði hún sem nektardansmær á skemmtistaðnum Vegas. Elísa er í skemmtilegu helgarviðtali Mannlífs.
„Það skipti mig alltaf miklu máli þegar ég var að dansa að ég væri líka virðingarverð manneskja. Það var oft erfitt að vera með þennan stripparastimpil á sér. Mig langaði oft að standa bara upp og segja: já, ég er strippari, en ég er miklu merkilegri en það, ég er ekki bara einhver drusla eða hóra!“
Þegar hér er komið sögu fer Elísa að tala um nýjasta æði ungra Íslendinga; Only Fans. „Það má alveg setja þetta í samhengi við það sem er að gerast núna, Only Fans. Mér finnst það ótrúlega flott að konur leyfi sér að vera eins og þær eru.“