Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Elísa Sif sökuð um vændi – „Lygi sem gæti eyðilagt líf mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nemandi við grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Elísa Sif Rannveigardóttir, er sökuð um að selja sig á netinu. Mynd af henni var deilt á nafnlausri umræðusíðu, Chanslut, og þar fullyrt að hún stundaði vændi í gegnum vefsvæðið OnlyFans. Elísa Sif vill hreinsa mannorð sitt og hefur áhyggjur af því að lygarnar hafi áhrif á starfsframa sinn. 

„Þetta hefur verið mjög óþægilegt og fólk hefur mikið áreitt mig. Að lenda í þessu er hrikalegt. Ég er í námi í grunnskólakennarafræðum og þetta er ekkert voðlega jákvætt af þeim sökum,“ segir Elísa Sif í samtali við Mannlíf.

Elísa Sif vakti máls á þessu í færslu á Facebook og biður hún netverja um að deila henni sem víðast til að útrýma lyginni. „Þessi síða hefur verið til vandræða í mörg ár þar sem fullt af stelpum lenda í því að einhverjir aðilar biðja um og/eða pósta nektarmyndum af þeim þangað inn. Síðan er 100 prósent nafnlaus, það þarf ekki einu sinni að gera sér aðgang að síðunni svo hver sem er getur póstað innleggi og það er enginn leið til þess að tilkynna, taka niður eða finna út hver póstaði myndinni/innlegginu,“ segir Elísa Sif. 

Ég er ekki að selja mig og hef aldrei auglýst það eða samþykkt að hitta einn né neinn gegn greiðslu

Kennaraneminn segir einhvern nafnlausan hafa póstað af sér mynd fyrir þremur dögum síðan inn á Chanslut og þar fullyrt að hún væri að selja sig. Hún á von á því að leita til lögreglunnar vegna ærumeiðinga. „Þetta hefur dreifst eins og enginn sé morgundagurinn og er fólk byrjað að áreita mig stanslaust í gegnum samskiptamiðlana og einnig hringir fólk beint í símann til mín og hótar að mæta heim til mín eða í vinnuna mína „svo ég gæti ekki sagt nei“.“

Elísa Sif Rannveigardóttir

„Ég vil hafa það á kristaltæru að þetta er ekkert nema lygi, ég er ekki að selja mig og hef aldrei auglýst það eða samþykkt að hitta einn né neinn gegn greiðslu. Ég er ekki að stunda vændi og myndi á annað borð aldrei nokkurn tímann gera það, segir Elísa Sif sem segist vonað að lygasagan myndi ekki ná slíkri útbreiðslu eins og raun ber vitni. „Ég var mikið að vonast til að þessi lygasaga myndi bara deyja út áður en hún festi rótum en ég hef verið að fá skilaboð frá vinum mínum og kunningjum sem búa allstaðar á landinu um að þau hafa heyrt þetta frá öðru fólki svo ég ákvað að segja það opinberlega fyrir alla að þetta er ekki satt.

Eins og áður sagði er stundar Elísa Sif nám við Háskóla Íslands og sinnir tveimur störfum meðfram náminu. „Ég er að læra grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands og svona gróf lygi gæti hreinlega eyðilagt líf mitt seinna meir og tölum ekki um hvað þessi lygi hefur nú þegar skemmt mannorð mitt mikið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -