Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Elísabet er með nýrnabilun á lokastigi: „Ég er búin að vera reið út í almættið og læknastéttina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skáldið Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir er með nýrna­bil­un á loka­stigi eft­ir röð læknam­istaka; rík­ið hef­ur við­ur­kennt mis­tök­ og þá stað­reynd að ein­kenni og beiðn­ir Elísa­bet­ar um að­stoð voru huns­að­ar hvað eftir annað.

Þetta kemur fram á Stundinni.

Lög­fræðingur henn­ar seg­ir að í mál­inu komi skýrt fram for­dóm­ar gegn geð­sjúk­um; eitthvað sem tals­mað­ur Geð­hjálp­ar seg­ir of al­genga.

„Ég er núna komin á lokastig nýrnabilunar. Sem þýðir að nýrun starfa á 15% afköstum,“ segir Elísabet, sem bíður nú þess að komast í lífsnauðsynlega líffæraígræðslu.

Enn sem komið er hefur hentugur gjafi ekki fundist og á meðan hefur ástand Elísabetar versnað mjög; hún er komin á biðlista eftir nýra í Svíþjóð; bið sem reiknað er með að taki ekki meira en eitt og hálft ár.

Ástæður nýrnabilunar geta verið margar: Háþrýstingur, sykursýki og sjúkdómar; líka afleiðingar af nýrnasteinum og lyfjaneyslu, og undir þann flokk fellur nýrnabilun Elísabetar.

- Auglýsing -

Lyfið lithíum sem Elísabet fékk fyrst ávísað árið 1999, er talin ástæða veikinda hennar, en Elísabet hafði á þeim tíma veikst nokkrum sinnum alvarlega af geðhvarfasýki; farið í maníur sem urðu til þess að ógna heilsu hennar svo að í nokkur skipti hafði verið gripið til þess að nauðungarvista hana.

Algeng aukaverkun af langvarandi lithíummeðferð er skert nýrnastarfsemi:

„Ég er á lithíum í hátt í tuttugu ár, og þá eru bara nýrun ónýt,“ segir Elísabet sem kveðst aldrei hafa fengið neina fræðslu um hættu af langvarandi notkun lyfsins:

- Auglýsing -

„Það hafði enginn læknir sagt mér frá því. Þannig að þegar ég varð sextug, og sá fyrir mér að fara að hafa það voða gott og eiga næstu 30 ár í friði og vera amma, fara að slaka á, þá kemur þetta.“

Nýrnabilun eins og sú sem Elísabet glímir nú við gerist ekki á einni nóttu, en ástandið varð enn verra þar sem ekki var brugðist við skýrum merkjum um hvað væri að gerast; jafnvel þó að Elísabet leitaði ítrekað eftir aðstoð lækna og sýndi þekkt einkenni nýrnabilunar. Þetta er mat tveggja sérfræðinga sem fengnir voru til að meta ástæður og afleiðingar í málinu:

„Fyrir liggur að Elísabet er komin með lokastig langvinns nýrnasjúkdóms. Búast má við að hefja þurfi skilunarmeðferð við lokastigsnýrnabilun innan 1-2 ára nema unnt verði að koma við ígræðslu nýra áður. Í tilviki Elísabetar er án nokkurs vafa um að ræða heilsutjón af völdum lyfjameðferðar sem rekja má til þess að ekki var staðið rétt að eftirliti með meðferðinni. Elísabet tók lithíum í 18 ár samfleytt þar til meðferðin var loks stöðvuð vegna nýrnasjúkdómsins.“

„Þetta eru sem sagt læknamistök,“ segir Elísabet og bætir við:

„Og ég var alltaf á leiðinni að hringja í landlækni til að kæra þetta. En svo er það ekki fyrr en fimm árum seinna að ég kynnist lögfræðingi sem er bara til í að gera þetta. Kona sem er til í að skoða málið fyrir mig og þá fæst þetta viðurkennt,“ segir Elísabet.

Forsvarsmenn Landspítalans, Sjúkratrygginga og loks ríkislögmaður gengust við því að brotið hefði verið á Elísabetu; hún orðið fyrir tjóni.

Elísabet segist þó ekki bera kala til neins vegna þessa máls:

„Ég vissi aldrei hvað var að mér og ég var búin að fara til innkirtlasérfræðings, gigtarlæknis, og heimilislæknis og fleiri og fleiri lækna, til þess að vita af hverju ég var alltaf að rjúka svona upp, af hverju ég var alltaf þyrst, af hverju ég drakk þrjá lítra af ávaxtasafa á nóttu. Maður verður svo þyrstur út af nýrunum.“

Elísabet tekur orðnum hlut með æðruleysi; bíður þess að komast sem fyrst í nýrnaskipti:

„Ég er náttúrlega búin að vera reið út í almættið og reið út í læknastéttina. Ég fékk svona ótta um að deyja. Síðan næ ég sambandi við þennan nýrnalækni og hann gaf mér aftur trú á lífið og læknastéttina. Það er alltaf voða gaman að fara til hans og hann tekur mig alltaf klukkan þrjú á föstudögum af því þá er ég síðasti kúnninn sko. Honum finnst ég svo skemmtileg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -