Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Elísabet læknir styður Trausta: „Ég segi ekkert það sem ég held, heldur segi ég staðreyndir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Guðmundsdóttir læknir er mjög mótfallin þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi. Hún gagnrýnir harðlega almenna grímuskyldu og segir þá félagslegu einangrun sem sóttvarnaryfirvöld bjóða upp á vera pyntingaraðferð.

Þetta kom fram í máli Elísabetar í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Hún var nýlega rekin frá Landspítalanum og fullyrðir hún að það hafi verið vegna þess að hún gagnrýndi sóttvarnaraðgerðir í öðru útvarpsviðtali. „Uppsögn mín er algjörlega án skýringa og ég hef ekki gert neitt vitlaust í starfi. Ég er ekkert að segja það sem ég held, heldur segi ég það sem er staðreynd. Mér var sagt upp viku eftir viðtalið. Sumir segja að ég sé hreinlega í hættu. Ég hef verið mjög einmana yfir því að þora ekki að tala. Ísland er æðislegt en hér er það mein að það er sífellt ráðist á fólk sem er með skoðanir,“ segir Elísabet og heldur áfram:

„Ég upplifi bara eins og við séum í Norður-Kóreu og mér finnst við hafa gengið of langt. Að verjast veiru með grímu er eins og að verjast bakteríu með fótboltaneti. Fyrir tveimur árum létust 17 Íslendingar vegna inflúenslu. Við deyjum öll og ótti drepur líka. Félagsleg einangrun er pyntingaraðferð.“

Elísabet gagnrýnir harðlega grímuskyldu sóttvarnaryfirvalda og segir það svo rangt að ekki sé hægt að ræða hlutina á málefnalegum grunni. „Þetta er mjög alvarlegt. Ég hef ekki séð neinar nýjar vísindarannsóknir sem segja að grímunotkun geri neitt gagn. Ekkert neitt ótvírætt og það er enginn að lesa vísindin heldur fylgja bara í blindni. Grímurnar gera það að verkum að við öndum ekki eðlilega og við hegðum okkur örðuvisi með grímurnar,“ segir Elísabet.

„Ég upplifi bara eins og við séum í Norður-Kóreu og mér finnst við hafa gengið of langt“

Þetta rímar við það sem Trausti Eysteinsson, múrari og öndunarsérfræðingur, fullyrðir. Hann varð í vikunni frægur á einu augabragði eftir að hann birti myndband af sér í Bónus þar sem hann streittist gegn grímuskyldu í Bónus. Þar fullyrti Trausti jafnframt að hann þekki marga lækna sem séu brjálaðir yfir hörðum sóttvarnaraðgerðum hérlendis en þeir þori ekki að stíga fram.

„Grímurnar gera ekki neitt gagn. Það er verið að taka súrefni frá fólki. Gríman er filter gagnvart því að með útöndunninni náum við ekki að losa eiturefnin út. Ég hreinlega þoli ekki þessa forræðishyggju. Það er svo einfalt að sjá í gegnum þetta ef maður er pínu meðvitaður um lungun á sér. Ég veit alveg hvað ég er að gera og veit þetta miklu betur enda menntaður í því að kenna fólki að anda. Það er verið að fremja glæp gegn fólki,“ sagði Trausti í samtali við Mannlíf.

- Auglýsing -

Þessu virðist Elísabet vera fullkomnlega sammála því grímurnar geti hreinlega gert illt verra. Hún varar sérstaklega við taugrímum sem geti beinlínis verið hættulegar. „Ég hef starfað sem læknir út um allan heim, meðal annars á svæðum þar sem hafa verið faraldrar og fjölónæmar hættulegar bakteríur í hverju barni. Eðlilega hef ég því kynnt mér vel sóttvarnir í sambandi við það. Þar sem veirufaraldrar hafa geisað hafa verið gerðar miklar rannsóknir á grímunotkun. Það er beinlínis mælt gegn notkun bómullargríma enda rannsóknir sýnt að þær eru hættulegar og sérstaklega fyrir þá sem eru með lélega öndunarvegi. Í grímurnar safnast raki sem verður gróðrarstía fyrir sveppi og bakteríur því þeir sem eru með slæma bakteríuflóru í öndunarveginum anda þessu í grímuna þar sem það vex og dafnar. Rannsóknir hafa sýnt að allt að 40 prósent þeirra sem hafa dáið vegna Covid eru að gera það vegna sveppasýkinga í lungunum sem orsakast útaf þessum grímum,“ segir Elísabet og bætir við:

„Finnst ykkur ekkert sorglegt að fara úti og sjá alla með grímur? Það er ekki vörn gegn veiru. Það er ekki umdeilt, það er þannig. Það vita það allir skurðlæknar að skurðgrímur eru ekki til að verja okkur fyrir sýkingum eða sjúklingana fyrir sýkingum. Það eru fullt af rannsóknum sem sýna það að það er ekki minni sýkingarhætta hvort sem læknir og starfsfólk er með grímu eða ekki. Þetta er bara til að verja okkur fyrir slettum því það er ekkert gaman að fá blóðslettu upp í munninn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -